Orkupakkanum mótmælt og hann samþykktur. Venstre og veggjöld
Spegillinn - Hlaðvarp - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Þriðji orkupakkinn var samþykktur á Alþingi í dag. Á meðan þingmenn greiddu atkvæði um málið safnaðist fremur fámennur hópur mótmælenda fyrir utan Alþingishúsið. Kristín Sigurðardóttir fréttamaður fylgdist með þingfundi sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun. Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti nokkuð óvænt um helgina að hann hefði ákveðið að segja af sér formennsku í flokki sínum Venstre. Varaformaðurinn Kristian Jensen tilkynnti í kjölfarið afsögn. Líklegasti arftakinn er Jakob Ellemann-Jensen, sonur Uffe Ellemann-Jensen sem var formaður flokksins í fjórtán ár undir lok síðustu aldar. Pálmi Jónasson segir frá. Kosið verður til sveitarstjórna í Noregi 9. September. Kosningabaráttan hefur einkennst af meiri sundrungu í flokkakerfinu en áður hefur verið. Nýir flokkar ná fylgi út á deilur um umhverfismál og gjá er að myndast milli landbygðar og þéttbýlis. Gísli Kristjánsson í Osló.