Spegillinn - Podcast autorstwa RÚV

Spegillinn 28. febrúar 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir. Ríkisstjórnin telur ekki tímabært að grípa inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins með lagasetningu. Enn er vonast til að deilan leysist við samningaborðið. Alma Ómarsdóttir ræddi við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Guðmund Inga Guðbrandsson félags og vinnumarkaðsráðherra. , Töluvert útbreidd sótthræðsla er hér á landi við kórónuveirusmit. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur fólk til að lifa eðlilegu lífi og hlusta ekki á rangar upplýsingar. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki segir þjóðaröryggisstefnu, sem samþykkt var á Alþingi í dag, ekki trúverðuga meðan ekki sé tekið inn nýtt áhættumat þar sem hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann. Rannsókn er hafin á dularfullum veikindum stúlkna í Íran. Grunsemdir eru um að öfl sem leggjast gegn frelsi og menntun kvenna hafi dælt eitri inn í skólastofur. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja mörgum spurningum enn ósvarað varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Meðal annars hvort fjármálaráðherra hafi mátt selja föður sínum hlut í bankanum. Höskuldur Kári Schram tók saman. Hildur Sverrisdóttir (D) flutti álit meirilhluta stjórnskipunar og eftirlitsnefndar á Alþingi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) telur þörf á sérstakri rannsóknarnefnd Alþingis um söluna. Danska þingið samþykkti í dag að afleggja kóngsbænadag -- frídag sem hefur verið við lýði í rúmar þrjár aldir. Alexander Kristjánsson sagði frá. ---------------- Rauða strikið í samningunum sem gerðir voru fyrir jól var hinn skammi tími samninganna, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem segir að sem betur fer hafi náðst að semja þá. Samningar hafi skilað þeim sem þeir eiga við kauphækkunum til að vega upp á móti þeim miklu verðhækkunum sem hafi dunið á að undanförnu. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Brotalamir eru í regluverki lagareldiss hér á landi. Ný skýrsla tekur undir áhyggjur Ríkisendurskoðunar sem þegar eru fram komnar. Fiskeldi á Íslandi margfaldast á næstu árum gangi framtíðarspá skýrslunnar eftir. Bjarni Rúnarsson ræddi við Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi.