Barist á Gaza, Norðmenn fúlsa við eldislaxi, nám í framhaldsskólum

Spegillinn - Podcast autorstwa RÚV

1. desember 2023 Á annað hundrað Palestínumenn hafa látið lífið frá því að vopnahlé Ísraelshers og Hamas samtakanna rann út í sandinn í morgun. Reynt er að fá stríðandi fylkingar til að fallast á að leggja niður vopn af mannúðarástæðum. Ásgeir Tómasson tók saman. Það stefnir í metár hjá laxeldismönnum i Noregi. Verð er í hæstum hæðum og fleiri laxar í kvíunum en nokkru sinni fyrr. En eldisfyrirtækin sæta meiri gagnrýni en áður og innanlandsmarkaður í Noregi er fallandi. Landsmenn fúlsa við eigin framleiðslu og segja hana bæði illa útlítandi og illa lyktandi. Gísli Kristjánsson sagði frá. Námsbrautir framhaldsskóla eru orðnar svo ólíkar á milli skóla og kerfið svo ógagnsætt að erfitt er fyrir nemendur að setja saman nám til undirbúnings fyrir háskóla, samkvæmt greiningu Maríu Jónasdóttur, doktorsnema í menntavísindum. Nánast megi tala um krísuástand í sumum deildum Háskóla Íslands - hvernig eigi að bregaðst við breyttum undirbúningi nemenda sem eru að koma úr framhaldsskóla eftir styttingu. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Maríu. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred.