Deila Eflingar og SA, deilan um TF-SIF, N4 gjaldþrota.

Spegillinn - Podcast autorstwa RÚV

Spegillinn 2. febrúar 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn Útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir Dómsmálaráðherra og forstjóri Landhelgisgæslunnar sátu fyrir svörum á fundum utanríkismála- og fjárlaganefnda Alþingis í dag vegna tillögu dómsmálaráðherra um að selja TF SIF flugvél Gæslunnar. Formenn nefndanna segja mörgum spurningum ósvarað. Georg Lárusson forstjóri Gæslunnar segir vélina vera eina þá allra öflugustu í heiminum til leitar, björgunar og almannavarna. Hann segir nauðsynlegt að vélin sé hér til taks tíu mánuði á ári. Haukur Holm ræddi við Georg, Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, Bjarkeyju Olsen, formann fjárlaganefndar og Bjarna Jónsson formann utanríkismálanefndar. Ríkissáttasemjari krafðist þess fyrir héraðsdómi í morgun að stéttarfélagið Efling afhenti félagatal sitt, svo greiða megi atkvæði um miðlunartillögu hans, sem hann lagði fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins 26. janúar. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá. Deila Samtaka atvinnulífsins og Eflingar var bæði fyrir héraðsdómi og Félagsdómi í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kallar málflutninginn valdaránstilraun. Halldór Benjamín Þorbergsson á von á að Félagsdómur dæmi verkföll Eflingarfélaga á Íslandshótelum ólögmæt. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Sólveigu Önnu og Halldór Benjamín. Sjónvarpsstöðin N4 hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna ,hefur frestað heimsókn sinni til Kína í næstu viku vegna loftbelgs sem svifið hefur yfir Bandaríkjunum undanfarna daga. Bandaríkin telja kínverskan njósnabelg þar á ferð en Kínverjar segja þetta veðurbelg sem villtist af leið. Róbert Jóhannsson tók saman. Með endurheimt votlendis er staðbundin losun koltvísýrings skert verulega en með ræktun skógar er koltvísýringur sem er í andrúmsloftinu fangaður og bundinn. Loftslagssjóðurinn Kolviður og Skógrækt ríkisins bjóða upp á síðari kostinn. Ævar Örn Jósepsson sagði frá og talaði við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra og Reyni Kristinsson, framkvæmdastjóra Kolviðar. Græn bylting stendur fyrir dyrum í Evrópusambandinu, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti í vikunni áform um að einfalda regluverk um græna eða vistvæna atvinnustarfsemi í ESB-ríkjunum og heimila aukinn ríkisstuðning við hann. Með því móti er ætlunin að vernda evrópsk fyrirtæki fyrir aukinni samkeppni á þessu svið