Hver á eyjarnar við landið? Kílómetragjaldið vekur athygli, erfiðar stjórnarmyndunarviðræður framundan í Portúgal

Spegillinn - Podcast autorstwa RÚV

Mörgum brá þegar ríkið gerði tilkall til Vestmannaeyja, Hvítserks og flestallra eyjanna á Breiðafirði á grundvelli þjóðlendulaga, ekki síst þeim landeigendum sem töldu sig eiga eyjarnar. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt til að eyjar og sker verði undanskildar meðferð Óbyggðanefndar en lögfræðingar segja eitt þurfa yfir alla að ganga. Sigurvegari þingkosninganna í Portúgal í gær Mið-hægriflokkurinn Lýðræðisbandalagið AD undir forystu Luís Montenegro á fá möguleika á að mynda stjórn. Portúgalir gætu þurft að kjósa fljótlega aftur. Nýja kílómetragjaldið sem kemur í stað veggjalda hefur vakið athygli á erlendri grundu. Ísland er fyrst landa til að taka kílómetragjaldið upp. Nánar af því á eftir.