Íslensk tunga, ljósleiðari sem jarðskjálftamælir, stórveldafundur

Spegillinn - Podcast autorstwa RÚV

16. nóvember 2023 Íslenska er mál málanna á Íslandi í dag eins og alla aðra daga - en alveg sérstaklega í dag, á degi íslenskrar tungu, sem hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar síðan 1996. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Sigurrós Eiðsdóttur, formann Félags íslenskukennara, um íslenskukennslu og -áhuga skólabarna og stöðu íslenskunnar. Ljósleiðari er nú líkega í fyrsta sinn nýttur í rauntímamælingum á jarðskjálftum. Kristín Jónsdóttir deildarstjóri á Veðurstofunni stendur fyrir því, í samstarfi við svissneska Tækniháskólann ETH. Ljósleiðarinn, sem er 8 kílómetra langur er á við 150 hefðbundna skjálftamæla segir Kristín. Ragnhildur Thorlacius bað hana að segja frá ljósleiðaranum. Fyrsti fundur forseta Kína og Bandaríkjanna síðan á Balí í nóvember í fyrra var á vinsamlegum nótum. Þeir sammæltust um að reyna að draga úr spennu milli ríkjanna og ákváðu meðal annars að heimila að herlið beggja ríkja tækju upp samskipti að nýju. Ásgeir Tómasson segir frá. Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred.