Kjaraviðræður, þjóðarpúls, fugladauði, verðbólga og garðyrkjubúskapur

Spegillinn - Podcast autorstwa RÚV

Spegillinn 01.06.2023 Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Mark Eldred Stjórnandi fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Samningafundur í deilu BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga - viðræður ganga vel Margar tilkynningar hafa borist Matvælastofnun um dauða fugla víðs vegar um landið að undanförnu. Niðurstöður greiningar sýna að það var ekki fuglaflensa sem dró þá til dauða, nema í einu tilfelli. Samfylkingin mælist stærst flokka í nýjum þjóðarpúlsi Gallup en fylgi hennar hefur nær þrefaldast frá síðustu kosningum. Fylgi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs dregst enn saman. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu stefnu stjórnvalda í fíkniefnamálum á Alþingi í dag. Þeir segja andlátum fara fjölgandi og að vanlíðan sé að aukast. Ekkert lát er á skógareldum í Kanada sem stjórnvöld segja þá mestu í sögu landsins Garðyrkjubændur segja þörf á auknum stuðningi við greinina ef ná eigi markmiðum stjórnvalda um aukna grænmetisframleiðslu á næstu árum. Bílasala var 15 prósentum meiri í maí en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir verðbólgu og vaxtahækkanir. ---- Það er forgangsatriði að lækka vexti og draga úr verðbólgu, segir yfirhagfræðingur ASÍ. Hann segir ekki hægt að skella skuldinni á launafólk og samtök þeirra, stjórnvöld og fyrirtæki landsins verði að leggja sitt af mörkum. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Róbert Farestveit. Garðyrkjubændur segja þörf á auknum stuðningi við greinina ef ná eigi markmiðum stjórnvalda um aukna grænmetisframleiðslu á næstu árum. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir marga vonsvikna með búvörusamningsviðræður. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræðir við hann. Norður-Kóreumenn ætla við fyrsta tækifæri að að koma njósna-gervihnetti á sporbaug um jörðu með réttum hætti, hafði ríkisfréttastofan í Pyongyang í dag eftir Kim Yo Jong, talsmanni stjórnvalda og systur einvaldsins Kims Jong Uns. Fyrsta tilraun þeirra mistókst í gær þegar eldflaug sem átti að koma hnettinum á rétta braut sprakk skömmu eftir að henni var skotið á loft. Ásgeir Tómasson segir frá.