Neyðarástand á Gaza, komandi kjarasamningar og sund

Spegillinn - Podcast autorstwa RÚV

1. nóvember 2023 Tímamót urðu í dag í stríðinu fyrir botni Miðjarðarhafs þegar Rafah landamærastöðin milli Egyptalands og Gaza var opnuð um tíma. Yfir eitt hundrað létu lífið þegar Ísraelsher gerði árás á Jabalia flóttamannabúðirnar í gær. Önnur árás var gerð í dag. Þegar skrifað var undir samninga í fyrra var mikið rætt um óvissu í efnahagsmálum, verðbólga og vextir voru á uppleið; samið til skamms tíma svo hægt væri að koma aftur að samningaborði þegar um hægðist. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands segja stefnt að langtímasamningi en staðan í húsnæðismálum sé verri og efnahagsástandið ekki betra en í desember. Unnið er að því að fá sundlaugamenningu Íslendinga viðurkennda hjá UNESCO. Sögum sundunnenda hefur verið safnað þar sem þeir lýsa upplifun sinni af sundi. Sundhefðin er bæði mjög almenn en líka einstaklingsbundin. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.