Pólsk pólitík, hernaður Ísraels á Gaza, gullleit á Drekasvæðinu

Spegillinn - Podcast autorstwa RÚV

11. desember 2023 Meirihluti þingmanna á pólska þinginu greiddi í dag atkvæði gegn nýrri minnihlutastjórn hægriflokksins Laga og réttlætis. Búist hafði verið við þeirri niðurstöðu. Neðri deildin þarf því að velja nýtt forsætisráðherraefni sem að öllum líkindum verður Donald Tusk, leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Ásgeir Tómasson segir frá. Yfir 20.000 manns hafa farist í blóðugustu stríðsátökum Ísraela og Palestínumanna um áratugaskeið, langflest þeirra almennir borgarar. Þessar miklu blóðsúthellingar hófust með skelfilegri og óverjandi árás Hamas-liða, þar sem þeir myrtu um 1.200 almenna borgara og tóku á þriðja hundrað til viðbótar í gíslingu. Þetta er óumdeilt. Viðbrögð Ísraela eru margra vikna linnulitlar loft- og landárásir á Gaza, þar sem um 18.000 manns, aðallega almennir borgarar, hafa verið drepnir. Þar af allt að 8.000 börn. Þetta er líka - í það minnsta nokkurn veginn - óumdeilt. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Kára Hólmar Ragnarsson, lektor í þjóðarétti við Háskóla Íslands um stríð og stríðsglæpi á Gaza. Meirihluti er núna á norska Stórþinginu fyrir að hefja leit að eftirsóttum jarðefnum og dýrum málmum á landgrunninu. Leitarsvæðið nær alveg upp að íslensku efnahagslögsögunni norðaustur af landinu. Það er á Drekasvæðinu svokallaða. Liggur drekinn þar á gulli? Gísli Kristjánsson fjallar um málið. Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon