Skotárás og átök glæphópa, óveðurslægðin Ciaran og 3. orkupakkinn

Spegillinn - Podcast autorstwa RÚV

2. nóvember 2023 Skotárás var gerð í Úlfarsárdal í Reykjavík og maður skotinn en útkrifaður af sjúkrahúsi síðdegis, nokkrum skotum var hleypt af og eitt fór í íbúð fólks sem tengdist málinu ekkert. Lögregla talar um átök milli hópa en hefur lítið látið uppi frekar. Viðbúnaður lögreglu var aukinn á meðan leit var gerð að árásarmanni. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir skiljanlegt að slíkar frettir veki fólki óhug. Auka þurfi sýnileika lögreglu en líka ná til ungra karla sem fóti sig illa í samfélaginu. Vitað er um fimm dauðsföll af völdum óveðurslægðarinnar Cierán sem hefur farið yfir Bretlandseyjar og hluta af meginlandi Evrópu síðastliðinn sólarhring. Vindhraðinn hefur farið yfir fimmtíu metra á sekúndu. Á aðra milljón heimila eru án rafmagns. Hæstiréttur Noregs komst í vikunni að þeirri niðurstöðu að innleiðing þriðja orkupakkans í lög þar í landi hefði vissulega haft í för með sér framsal á valdi, en að tilfærslan væri takmörkuð. Árni Páll Árnason, varaforseti ESA, eftirlitsstofnunar EFTA telur að staða Íslands og Noregs sé ekki sambærileg þegar kemur að 3. orkupakkanum því ákvæði um sameiginlega raforkumarkað eigi ekki við hér; Ísland er ekki tengt evrópsku orkusvæði. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred.