Stækkun ESB, líforkuver á Dysnesi, Rafah landamærastöðin

Spegillinn - Podcast autorstwa RÚV

Miðvikudagur 8. nóvember 2023 Úkraína og Moldóva gætu orðið næstu aðildarríki Evrópusambandsins, samkvæmt tillögum sem framkvæmdastjórn ESB lagði fram í dag. Björn Malmquist sagði frá. Hægt væri að taka á móti dýraleifum af öllu landinu til förgunar í líforkuveri sem fyrirhugað er að byggja norður í Eyjafirði. Kristín Helga Schiöth, talsmaður verkefnisins, segir að á Íslandi skorti innviði til að takast á við förgun dýraleifa á löglegan og ábyrgan hátt. Ágúst Ólafsson ræddi við hana. Rafah landamærastöðin á landamærum Egyptalands og Gaza er iðulega í fréttum. Henni hefur iðulega verið lokað, opnuð aftur og lokað enn á ný á liðnum árum og áratugum. Ásgeir Tómasson sagði frá. Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.