Utanríkisráðherra og þingmenn í utarnríkismálanefnd um stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs
Spegillinn - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir að þótt hryðjuverkaárás Hamaz hafi ekki verið einhver upphafspunktur að átökunum hafi allt breyst á þeim degi. Síðastliðnir tólf mánuðir hafi haft mikil áhrif á alla utanríkismálapólitík, Evrópa sé klofin og jafnvel Norðurlöndin, sem alla jafna eru mjög samstíga, fylgi ekki sömu línunni. Birgir Þórarinsson, Sjálfstæðisflokki og Logi Einarsson, Samfylkingu sitja báðir í utanríkismálanefnd Alþingis. Þeir eru sammála um að staðan eftir hryðjuverkaárásina sé uggvænleg og friðarhorfur ekki miklar. Birgir telur Ísrael þurfa leiðtoga sem viðurkenni að sigur sé ekki mögulegur án friðar. Logi segir Vesturlönd þurfa að stíga fastar til jarðar og koma sér saman um viðskiptaþvinganir á Ísrael.