Varnir Norðurlanda, þróun og stjórnsýsla í skólamálum

Spegillinn - Podcast autorstwa RÚV

Varnarmálaráðherrar Norðurlandanna hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að NATÓ ríkin fái bætt aðgengi að loftrými Norðurlandanna til aðgerða og æfinga. Þetta segir Jónas Gunnar Allansson skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins í viðtali við Ragnhildi Thorlacius. Skólaþjónusta hefur þróast hægt á Íslandi síðustu áratugi. Pólitískur óstöðugleiki hefur þar mikið að segja. Sigríður Margrét Sigurðardóttir, doktor í menntavísindum, rannsakaði menntaforystu á sveitarstjórnastigi í doktorsritgerð sinni. Í viðtali við Evu Björk Benediktsdóttur segir Sigríður gæði skólaþjónustunnar ekki fara eftir stærð sveitarfélaga, heldur hafi skortur á stefnumótun og óstöðugleiki meiri áhrif. Umsjón: Ævar Örn Jósepsson Tæknimaður: Markús Hjaltason