Verkfall BSRB, E10 íblöndunarefni, Samgönguáætlun, páfi veikur

Spegillinn - Podcast autorstwa RÚV

Spegillinn 26.05.2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Stjórn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Sundlaugar verða lokaðar víða um land um helgina vegna verkfalls BSRB. Viðræður þokast í rétta átt, segir formaður félagsins. Enn er þó langt í land. Alexander Kristjánsson sagði frá og talaði við Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formann BSRB. Rúnar Sigurjónsson, formaður Fornbílaklúbbsins, segir að eigendur slíkra bíla þurfi almennt ekki að hafa áhyggjur af íblöndu E10 í eldsneyti. Hyggilegt sé að blanda það bætiefnum, fremur en að nota bensín með hærri oktantölu. Markús Þórhallsson ræddi við hann. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti í dag samgönguáætlun til næstu þrjátíu ára, sem felur meðal annars í sér gjaldtöku á umferð, framkvæmdir við tíu ný jarðgöng og nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við ráðherra. Frans páfi þurfti að aflýsa öllum fundum og viðburðum í dag vegna veikinda. Tveir mánuðir eru síðan páfi þurfti að leggjast á sjúkrahús í þrjá sólarhringa, með lungnakvef. Stjórnvöld í Tyrklandi heita því að aðildarumsókn Svía að Atlantshafsbandalaginu verði samþykkt í sumar óháð niðurstöðum forsetakosninga í landinu. Bandaríkjamenn segjast hafa fengið loforð fyrir þessu. Alexander Kristjánsson sagði frá. Helgi Pétursson, formaður landssambands eldri borgara, telur að hægt sé að stórbæta aðstæður eldra fólks í heimahúsum og spara hinu opinbera milljarðaútgjöld um leið, með því að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu ríkis og sveitarfélaga. Núverandi fyrirkomulag sé óboðlegur grautur. Ævar Örn Jósepsspon ræddi við hann. Stjórnvöld í Indónesíu ætla að flytja höfuðborg landsins frá Jövu til Borneó í síðasta lagi 17. ágúst á næsta ári. Ásgeir Tómasson sagði frá. Gísli Kristjánsson fréttaritari í Noregi velti því fyrir sér hvað væri líkt með Skáni í Svíþjóð og Krímskaga í Úkraínu í ljósi sögunnar.