Vonarglæta á Gaza, áfram virkjað við Þeistareyki og niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslys á Þingvöllum 2022

Spegillinn - Podcast autorstwa RÚV

Innrás Ísraela í Rafahborg vofir yfir og hefur gert lengi þúúsundir hafa þegar lagt á flótta en hafa að engu að hverfa. Síðdegis samþykktu leiðtogar Hamas skilyrði fyrir vopnahléi á Gaza en ísraelsk stjórnvöld hafa enn ekki tekið í þann streng. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastýra UNICEF á Íslandi segir aðstæður á Gaza og í Rafah ömurlegar en vont geti enn versnað. Afar brýnt sé að greiða fyrir því að hjálpargögn berist til nauðstaddra og vonandi verði vopnahlé að veruleika Önnur af tveimur rannsóknarholum sem boraðar voru á háhitasvæðinu á Þeistareykjum á síðasta ári er ein sú aflmesta sem boruð hefur verið hér á landi. Holan gefur tvöfalt meðalafl hjá borholum í orkuvinnslu á Þeistareykjum. Landsvirkjun vill kanna hvort hægt sé að sækja enn meiri orku í jörðu við Þeistareyki og þá utan núverandi vinnslusvæðis. Rannsókn að flugslysi sem varð fyrir tveimur árum á Þingvöllum og fjórir fórust hefur verið flókin og umfangsmikil segir Ragnar Guðmundsson, flugvélaverkfræðingur hjá flugsviði rannsóknarnefndar um samgönguslys. Lokaskýrsla nefndarinnar um slysið birtist í dag.