Alheimurinn - Umhverfismál

Útvarp Krakkarúv - Podcast autorstwa RÚV

Í þætti kvöldsins verður fjallað um mál málanna, umhverfismál. Rætt er við sérfræðing um ýmsar hliðar á umhverfi og náttúru, bæði góðar og slæmar. Athafnir mannsins ógna náttúrunni og lífinu á jörðinni og rúmlega milljón tegundir dýra og jurta eru í útrýmingarhættu. Það kemur fram í nýrri skýrslu sem gerð var af alþjóðastofnun um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfi sem nefnist IPBES og tilheyrir Sameinuðu þjóðunum. Maðurinn og mikil þörf hans fyrir mat og orku veldur miklu álagi á vistkerfi jarðar og það hefur aldrei verið meira en nú. Það hefur sjaldan verið mikilvægara að hugsa vel um jörðina! Sérfræðingur: Auður Önnu Magnúsdóttir Umsjón: Sævar Helgi Bragason