Alþjóðadagur skóga
Útvarp Krakkarúv - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Við ætlum að læra örlítið um skógrækt og tré á Íslandi. Við fáum til okkar góða gesti sem vita ýmislegt fróðlegt um skógrækt. Krakkar í Ártúnsskóla í Reykjavík tóku þátt í fræðandi verkefnum tengdum skógrækt á Íslandi. Ártúnsskóli hefur frá árinu 2004 notað grenndarskóg sinn í skólastarfi með margvíslegum hætti. Krakkarnir fræðast um heilsu trjánna, læra um skóghirðu, kolefnisbindingu og margt fleira. Þau hafa líka séð um að saga greinar af og fjarlægja tré sem ekki fá pláss til að vaxa. Viðmælendur: Helena Lea, 11 ára Pétur Atli, 11 ára Umsjón: Sævar Helgi Bragason