Menningarheimurinn - Popptónlist
Útvarp Krakkarúv - Podcast autorstwa RÚV
Kategorie:
Tónlistarsería Útvarps KrakkaRÚV. Rokk, rapp, klassík, jazz, popp og raftónlist... Hvað er popptónlist? Hvers vegna er popptónlist vinsælasti tónlistarstíllinn í útvarpi? Hvers konar hljóðfæri eru algengust? Hverjir eru frægustu popparar eða popphljómsveitir allra tíma? Um hvað er popptónlist? Og hvers vegna í ósköpunum heitir þetta popp....tónlist? Í þessum þætti fáum við svör við öllum þessum spurningum og hlustum á góða popptónlist. Sérfræðingur þáttarins er Hildur Kristín Stefánsdóttir, popptónlistarkona Hugleiðingar um popptónlist frá tónmenntanemendum í Ísakskóla. Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir