Menningarheimurinn - Skrekkur

Útvarp Krakkarúv - Podcast autorstwa RÚV

Í þessum þætti fáum við til okkar fulltrúa úr þeim þremur atriðum sem skipuðu efstu sætin í Skrekk árið 2018. Skrekkur er hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum Reykjavíkur, sem fram fer ár hvert í Borgarleikhúsinu. Þau undirbúa metnaðarfull atriði útfrá eigin hugmyndum, oft með frumsömdum söng- og leiktextum, tónlist og dansatriðum - svo ekki sé minnst á búninga, sviðsmynd, förðun, hár og fleira. Um hvað fjölluðu siguratriði Skrekks í ár? Hvernig er hægt að koma saman svona flóknum atriðum með þrjátíu unglingum? Skiptir máli að halda svona keppni? Viðmælendur: Rebekka Rán Guðnadóttir úr atriðinu Gott, betra, best (Árbæjarskóli) Helga Harðardóttir úr atriðinu Komið að okkur (Langholtsskóli) Steinunn Thalia Jónsdóttir úr atriðinu 1918 (Seljaskóli) Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir Skrekksatriðin í fullri lengd er hægt að horfa á inni á www.ungruv.is.