#13 Harpa Lind, hjúkrunarfræðingur hjá Gynamedica: "Svo var bara eins og dregið hefði verið frá gardínu"

Að finna taktinn: Breytingaskeiðið - Podcast autorstwa Podcaststöðin

Viðmælandi minn að þessu sinni er hún Harpa Lind, en hún er ein af þeim sem þekkir það á eigin skinni að upplifa erfið einkenni breytingaskeiðsins. Í kjölfarið fékk hún brennandi áhuga á öllu sem snertir heilsu kvenna á breytingaskeiði og tók m.a. þátt í að koma Gynamedica á laggirnar til að þess að mæta mikilli eftirspurn kvenna um stuðning og utanumhald á þessum eðlilegu tímamótum. Þar starfar hún nú sem hjúkrunarfræðingur og aðstoðar konur að takast á við þessi stóru tímamót í lífi margra kvenna. Hún styður konur að nálgast breytingaskeiðið heildrænt, með áherslu á að þær geti farið í gegnum skeiðið líðandi sem best og með leiðir til að hlúa að sér. Við fórum út um kvippinn og kvappinn, hlóum mikið og bulluðum smá. Kæru hlustendur, njótið hlustunarinnar!