#20 Erla Gerður, yfirlæknir kvenheilsuteymisins innan Heilsugæslunnar: “Berum virðingu fyrir líkama okkar og hlustum á hann”
Að finna taktinn: Breytingaskeiðið - Podcast autorstwa Podcaststöðin
Í þessum þætti kom Erla Gerður, yfirlæknir kvenheilsuteymis innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til mín og ræddi við mig um allskonar varðandi kvenheilsu og breytingaskeiðið. Hlutverk teymisins sem Erla Gerður leiðir, er að veita fræðslu og ráðgjöf en einnig sinna sjúkdómum og heilsufarsvanda sem eingöngu eru til staðar hjá konum. Teymið er hugsað sem viðbót við núverandi þjónustu. Nálgun Erlu í starfi sínu sem læknir vakti athygli mína og áhuga, en hún nálgast heilsuna heildrænt. Hún líkir líkama okkar við sinfoníuhljómsveit - ef hún er ekki að spila saman þá eru læti og óþægindi, en um leið og öll kerfin stilla sig saman að þá verður hreinn unaður úr því. Mér fannst það æðislega falleg myndlíking og tengi mjög við hana. Kjarninn í þessu öllu saman að hennar mati er að við berum virðingu fyrir líkamanum okkar og hvað hann er að segja. Finnum hvað við getum gert sjálfar og hvað við þurfum aðstoð með og hikum ekki við að þiggja aðstoð. Ég nýtti tækifærið og spurði Erlu nánar út í hormónameðferð, af því að ég finn að þrátt fyrir að hafa talað við margar konur og aflað mér upplýsinga um að þá er enn e-ð óskýrt fyrir mér varðandi áhættu af henni. Með fyrirvara um að ekki mætti vitna í hana þar sem hún var ekki með nákvæma tölfræði á takteinununum, að þá gat hún útskýrt þetta nokkuð vel fyrir mér (þið afsakið hringlið í mér fyrirfram!). Um hormónauppbótameðferðar ruglinginn má lesa nánar t.d. hér og í fræðslu hjá Gynamedica má finna góða samantekt og rannsóknir sem gerðar hafa verið.