#21 Sigrún Jónsdóttir, ADHD coach: "Bætum aðeins meiri glamúr inn í lífið!"
Að finna taktinn: Breytingaskeiðið - Podcast autorstwa Podcaststöðin
Sigrún Jónsdóttir, ADHD coach með diplóma í hugrænni atferlismeðferð og yoga nidra kennari, kom til mín að þessu sinni. Að venju ræddum við allt milli himins og jarðar, þar á meðal konur, ADHD og breytingaskeiðið. Sem ADHD coach hefur hún sérhæft sig í að vinna með fólki sem er með ADHD og á einhverfurófinu. Sigrún deilir persónulegri reynslu sinni af því að vera kona með ADHD og að átta sig seint á að vera á breytingaskeiðinu. Sigrún er lífsglöð, opin og með smitandi og skemmtilega orku sem fer ekki framhjá neinum og kemur svo sannarlega til dyranna eins og hún er klædd. Njótið þess að hlusta og deilið að vild! FB síðan fyrir markþjálfun hennar, Miro coach, má finna hér: https://www.facebook.com/miromarkthjalfunogradgjof