#24 Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringaþerapisti: "Höfum hátt!"

Að finna taktinn: Breytingaskeiðið - Podcast autorstwa Podcaststöðin

Þorbjörg Hafsteinsdóttir er gestur minn í þessum þætti nr. 24, en hún starfar sem næringaþerapisti og lífsstílsþjálfari, auk þess sem hún hefur skrifað þó nokkrar bækur (þið þekkið líklegast "10 árum yngri á 10 vikum"!). Hún menntaði sig snemma sem hjúkrunarfræðingur, en lærði fljótlega til næringaþerapistans, enda var það áhrif næringar á heilsu og líðan sem vakti áhuga hennar. Það var eigin reynsla hennar af óhóflegri sykurneyslu og að finna lausn undan henni með breyttu mataræði og lífsstíl sem vakti áhuga hennar og markaði það stefnu hennar snemma í lífinu. Hún hefur skrifað þó nokkrar bækur um mataræði og lífsstíl sem má tileinka sér til að leggja grunn að góðri heilsu, líðan og sjálfsmynd fyrir konur. Þar að auki er hún komin heil á höldnu í gegnum breytingaskeiðið, þannig að hún veit heldur betur hvað hún er að tala um!  Þorbjörg er skemmtileg og lífleg, einstaklega hress og geislar af henni gleði og orka, og ber spjallið okkar þess merki. Við fórum að venju vítt og breytt, en hún hélt okkur vel við efnið og konur ættu að vera töluvert fróðari um leiðir til að mæta sér betur með  m.a. réttu mataræði.  Fyrir ykkur sem eru sleipar í dönskunni þá er danska heimasíða Þorbjargar hér. Svo er hún með íslenska heimasíðu um Ketoflex og er þar líka yfirlit yfir þær bækur sem hún hefur skrifað, og er hún hér.  Góða skemmtun við að hlusta og læra meira um breytingaskeiðið!