#6 Hanna Lilja, framkvæmdastjóri lækninga og meðstofnandi Gynamedica: “Þekktu tíðahringinn þinn“

Að finna taktinn: Breytingaskeiðið - Podcast autorstwa Podcaststöðin

Hanna Lilja Oddgeirsdóttir er sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum og framkvæmdastjóri lækninga og meðstofnandi að Gynamedica, en GynaMEDICA er lækn­inga og heilsumiðstöð fyr­ir kon­ur sem býður upp á heild­ræna fræðslu, ráðgjöf og meðferð fyr­ir kon­ur á breyt­ing­ar­skeiði. Hanna hefur ástríðu fyrir heilsu kvenna á miðjum aldri og hefur á undanförnum árum frætt konur ötullega um breytingaskeiðið. Í þessum þætti tölum við um allskonar er tengist breytingaskeið kvenna, meðal annars einkenni breytingaskeiðs og hormónauppbótameðferðir. Þá minntist Hanna á Lisa Mosconi, en hún er höfundur bókarinnar The XX Brain sem allar konur ættu að lesa.